T E A M B U I L D I N G

Hópefli

Flúðasiglingar, leikhússport, matreiðslunámskeið eða fagleg rýni? Hugmyndaflugið eitt setur manni skorður varðandi virkni og innihald í hópefli. Ophelix hefur mikla reynslu í því að skipuleggja viðburði fyrir fyrirtæki og samtök af öllu tagi og við ábyrgjumst að hópeflisátakið verður eftirminnilegt og oft til umræðu!

Þess vegna er hópefli góð fjárfesting

Það er sama hvort um er að ræða hóp nýliða, stjórnendahópinn eða söluteymi, góður andi í hópnum er mikilvæg forsenda þess að allir séu ánægðir í vinnunni og leggi sig fram.

Við aðstoðum ykkur við að byggja upp samhenta liðsheild á skilvirkan og frumlegan hátt með því að upplifa og leysa verkefni í sameiningu svo hópurinn kynnist innbyrðis og byggi upp traust. Og hver er ávinningurinn? Ánægt starfsfólk og bætt samskipti, aukinn áhugi og meiri framleiðsla.

Þetta er leyndarmálið að baki vel heppnuðu hópefli

Nauðsynlegt er þó að hafa tvennt í huga, eigi hópeflisátakið að skila þeim árangri sem til er ætlast:

  • samsetning hópsins
  • markmiðið með hópeflinu.

Mikilvægt er að velja verkefni sem hentar hópnum en ekki bara yfirmanninum eða þeim sem ábyrgð ber á hópeflinu. Þú hefur kannski gaman af teygjustökki en það er ekki þar með sagt að samstarfsfólkið sé jafn hrifið, mundu að allir eiga að njóta þess að vera með og finnast þeir eiga heima í hópnum.

Verkefnin eiga einnig að endurspegla endanlega markmiðið með hópeflinu. Er áherslan á það að efla félagslegt samneyti? Er stefnt að bættu samstarfi? Ophelix býr að langri reynslu við að kortleggja markmið, þarfir og hópsamsetningu, þannig að við finnum hugmynd sem lyftir undir alla þátttakendur og tryggir hámarks útkomu úr hópeflisátakinu.

Ophelix styður ykkur alla leið

Þið veljið verkefnin sem geta verið fjörug, fagleg eða skemmtileg og við hjálpum ykkur við að koma þeim um kring: Slagorð okkar er: „We make it happen“ og það er ekki að ástæðulausu. Við sérsníðum þess vegna dagskrá hópeflisins samkvæmt þínum hugmyndum og gætum þess að farið sé nákvæmlega yfir öll smáatriðin.

Þið samstarfsfólkið getið slakað á þegar að kemur að því að hefja verkefnið því skipulagningin var góð og þið getið treyst því að hvergi séu lausir endar. Og ef þið viljið getum við hjá Ophelix auðvitað verið með í framkvæmdinni. Við mælum reyndar með því þegar um stærri viðburði er að ræða, það er hreinlega trygging fyrir því að allt gangi vandræðalaust fyrir sig.

Það er sama hvernig viðburði þið eruð á höttunum eftir, við gefum okkur góðan tíma til þess að finna bestu lausnina fyrir einmitt þinn hóp. Ef þú vilt spyrja einhvers frekar í sambandi við hópefli eða viðburði okkar er best að hafa bara samband!