
Námsstefna
Námsstefna er ákveðið fræðslufyrirkomulag. Helsti munurinn á námsstefnu og venjulegum fundahöldum er sá að á námsstefnu er meiri áhersla lögð á samstarf, til dæmis við að leysa úr ákveðnu vandamáli eða svara spurningum. Markmiðið er einkum gagnkvæm virkni og lausnamiðuð hugsun þátttakenda. Það er list að skipuleggja fjölmenna námsstefnu og fólk þarf að bera skynbragð á bæði skipulagsmál og framkvæmd svo hún heppnist vel. Við aðstoðum við undirbúninginn með ánægju en bjóðum líka kynningu á því sem þið skipuleggið sjálf.
Námsstefna sem skilar fullum árangri
Með námsstefnu er stefnt að því að vekja áhuga og fá þátttakendur til virkrar þátttöku en síðan að leiða þá til sjálfstæðrar hugsunar um efnið. Fólk fær þannig tækifæri til þess að þróa þekkingu sína skilvirkt samtímis því að miðla eigin reynslu og að læra af öðrum. Fyrirkomulagið ræðst af eðli fyrirtækisins og markmiðum fundarins en allt að einu getum við aðstoðað ykkur við að móta dagskrá sem auðveldar ykkur að ná settu marki.

Fagleg aðstoð við faglega fundi
Sé aðstoð okkar þegin má treysta á faglega framkvæmd viðburðarins og að öll smáatriði séu tekin með í reikninginn til að tryggja góðan og gefandi árangur. Við höfum skipulagt, framkvæmt og lagt mat á fjölda námsstefna og gerum okkur fulla grein fyrir þeim atriðum sem máli skipta og hvernig tíminn er nýttur sem best. Við miðlum af mikilli ánægju ráðleggingum okkar um hvernig hægt er að gera námsstefnur áhugaverðar í augum bæði þátttakenda og fjölmiðla. Við skipuleggjum viðburðinn í smáatriðum og stýrum framkvæmdinni, leggjum fram það efni sem með þarf og önnumst alla hagnýtu þættina. Verkefni okkar sem viðburðaskrifstofu er að sjá til þess að allt sem til þarf sé til staðar svo allt gangi snurðulaust og fundurinn skili sem bestum árangri.
