F U N D I R

Fundir

Ertu óviss um hvernig skipuleggja á fund sem best? Það er list sem krefst bæði tíma og þekkingar að skipuleggja skilvirka og hvetjandi fundi. Hvort sem um er að ræða fámenna samkomu eða stóra ráðstefnu, við aðstoðum ykkur með mikilli ánægju við að móta umgjörð sem vekur athygli og tryggir að umfjöllunarefnið gleymist ekki.

Smáatriðin sem tryggja hvetjandi og árangursríkan fund

Við byrjum á því að halda kynningarfund. Best er að ræða málin frá öllum hliðum fyrir fram þegar móta þarf dagskrá sem er fyllilega í samræmi við markmið ykkar, óskir og þarfir. Að því loknu getum við fjallað um allt hitt sem varðar áfangastað, aðstæður, ferðir til og frá, boðsbréf og skráningu og að tryggja að allir fái í hendur fullnægjandi upplýsingar um fyrirkomulagið.

Sé þess óskað getum við líka séð um að bóka fyrirlesara, ef við á, og koma með ráðleggingar og tillögur um verkefni sem styrkja enn frekar við fundarefnið. Markmiðið er einfaldlega að aðstoða ykkur við að fá sem allra mest út úr viðfangsefninu innan rammans svo fundurinn færi þátttakendunum sem mest.

Við skipuleggjum fundi og fyrirtækjaviðburði frá A til Ö

Þið ráðið því auðvitað sjálf hvort þið takið virkan þátt í skipulagningunni eða hvort við eigum að sjá um allt frá bókunum fundarsala og gistingar til máltíða og framkvæmdar. Ef þið veljið síðari kostinn getið þið treyst því að vera í öruggum höndum.

Við vitum að gott skipulag og vönduð dagskrá er lykillinn að vel heppnuðum fundi. Þess vegna byrjum við alltaf á því að fá yfirsýn yfir það hvernig fundi er stefnt að, hver markmiðin eru og hve margra fundargesta er vænst. Að því loknu er mótuð heildstæð og úthugsuð hugmynd og við setjum saman dagskrá sem uppfyllir þau markmið á sem bestan hátt.

Sameinið það sem er gagnlegt og hvetjandi með því sem eflir fólk til dáða

Góð og áhugaverð afþreying stuðlar að því að örva áhugann og halda fólki við efnið. Þannig er líka hægt að festa faglega þáttinn enn betur í hugum þátttakenda. Við búum að langri reynslu og víðtæku samstarfsneti á hverjum stað og getum aðstoðað ykkur við að fá sem allra mest út úr dagskrárefninu. Við bjóðum heildstæða fundarpakka í öllum verðflokkum, jafnvel þar sem öll afþreying, viðburðir og fyrsta flokks matur og drykkur er innifalið, og þið getið treyst því að fundurinn verður eftirminnilegur.

Veltirðu einhverju sérstöku fyrir þér í tengslum við framkvæmd eða skipulag funda? Við ræðum það gjarna án skuldbindinga hvernig Ophelix getur skipulagt fullkomna fundinn fyrir fyrirtækið þitt!