K O N F E R A N S E R

Ráðstefna

Ráðstefna er rétta leiðin til að afla sér frekari faglegrar þekkingar og fá nýjar hugmyndir en ekki síst til að sýna sig og sjá aðra. Það er sama hvort þú skipuleggur tveggja daga ráðstefnu fyrir samstarfsfólkið eða stóra samkomu fyrir viðskiptavini nær og fjær, við gætum þess að þú fallir ekki í neinar óvæntar gildrur og færum öllum þátttakendum skemmtilegan viðburð.

Þú getur annað hvort borið ábyrgð á hluta ráðstefnunnar eða látið okkur sjá um allt skipulag og framkvæmd svo þú getir hallað þér aftur á bak og slakað á, þitt er valið.

Mikil reynsla af ráðstefnum af öllum stærðum

Allt þarf að tímasetja og skipuleggja, ekki bara faglega þáttinn, til þess að tryggja að það takist að uppfylla allar væntingar bæði þín og þátttakenda til hennar. Þættir á borð við fundarsali, tækifæri til samveru, matseðlar í hádegi og kvöldverði, hlé og skemmtiatriði, ef við á, eru mikilvægur þáttur þess að gera upplifunina og umfjöllunarefnið þátttakendum eftirminnilegt.

Þess vegna kortleggjum við öll markmið og væntingar fyrir fram með ykkur, þannig getum við sérsniðið fyrirkomulag sem hittir í mark og tryggt að það náist sem stefnt er að – og jafnvel aðeins meira.

Við finnum rétta ráðstefnustaðinn, nákvæmlega þar sem við á

Ophelix er með skrifstofur víða í Noregi, auk Stokkhólms og Reykjavíkur, svo engu skiptir hvort þið viljið halda ráðstefnuna í þéttbýli eða á fögrum stað fjarri alfaraleið, við aðstoðum ykkur við að finna rétta ráðstefnuhúsnæðið þar sem best er að vera. Og ef þið hafið ekki tækifæri til þess að hittast augliti til auglitis bjóðum við líka upp á sýndarviðburði!

Við vitum að gott aðgengi er mjög mikilvægt, þannig að þátttakendur eigi auðvelt með að koma sér á staðinn og heim aftur. Það er sama hvar í landinu þið ætlið að eiga nokkra ógleymanlega daga, við höfum gott yfirlit yfir húsnæði við hæfi sem hentar bæði þörfum ykkar og fjárhagsáætlun.

Ophelix býður bæði heildarpakka og ráðgjöf

Það er alfarið í þínum höndum hvort þú vilt hafa okkur þér til aðstoðar eða láta okkur taka hreinlega við verkefninu. Okkur finnst það alveg jafn áhugavert að veita ráðgjöf og koma með hugmyndir eins og að annast allt ferlið, allt frá því að bóka húsnæði og fyrirlesara til þess að setja saman matseðla, annast framkvæmdina og fráganginn.

Ertu að velta fyrir þér fleiru sem við gætum aðstoðað við? Hafðu samband og við getum spjallað saman án nokkurra skuldbindinga.