K I C K O F F

Kynningarátak

Er stefnt að því að hefja nýtt starfstímabil af krafti eða koma nýju verkefni á flug? Við undirbúum kynningarátak sem eingöngu er skipulagt með það fyrir augum að efla áhugann og kalla fram breið bros svo allir leggi sig fram, skili sínu besta og nái góðum árangri.

Það er þitt að velja hvort þið takið þátt í undirbúningnum eða látið okkur sjá um allt frá skipulagningu til framkvæmdar. Við höfum staðið fyrir alls konar kynningarátökum í rúmlega áratug og erum fljót að finna lausn sem skilar árangri. Kannski ert þú með frábæra hugmynd eða vilt ef til vill frekar að við setjum saman heildarpakka en sama hvort er, við eigum nóg af brellum uppi í erminni til þess að uppfylla allar væntingar og jafnvel meira en það.

Kynningarátak sem skilar árangri

Leyndarmálið að baki vel heppnuðu kynningarátaki er að blanda saman innihaldi og upplifunum þannig að þátttakendur muni það lengi. Lykillinn er þess vegna sá að finna hárrétt jafnvægi fyrir einmitt þitt fólk og þitt fyrirtæki. Það er sama hvort áherslan á að vera á faglega þáttinn, hópefli teymisins eða bara alvöru partí, við höfum starfsmenn sem eru sérfræðingar í einmitt því.

Byrjaðu eins og best verður á kosið og hvar sem er

Viltu hafa verkefnið á heimaslóðum? Eða er kominn tími á ferð til útlanda? Ophelix er með skrifstofur í Ósló, Arendal, Bergen, Stokkhólmi og Reykjavík, og við skipuleggjum kynningarátök allt frá Svalbarða í norðri til Kristiansand í suðri. Og þar sem við erum sérfræðingar á sviði bæði viðburða og ferðalaga höfum við mikla reynslu af kynningarátökum erlendis, sama hvort þið viljið fara til Eystrasaltslanda, Barselóna eða Brasilíu. Og ef þið hafið ekki tækifæri til þess að hittast augliti til auglitis bjóðum við líka sýndarviðburði!

Kynningarátak í öllum verðflokkum

Allir hafa mismunandi fjárhagsramma og verð skiptir alltaf máli. Þess vegna bjóðum við ætíð valkosti í mismunandi verðflokkum. Þannig getur þú fljótt gert þér grein fyrir því hver besta lausnin er fyrir fjárhagsáætlun verkefnisins.

Það skiptir engu hvernig kynningarátaki stefnt er að, okkar verki er ekki lokið fyrr en allt er tímasett og skipulagt út í minnsta smáatriði. Þess vegna gefum við okkur ætíð góðan tíma til þess að kanna vandlega hver þið eruð og ekki síst að hverju þið stefnið. Þannig getum við treyst því að hafa sett saman bestu fáanlegu lausnina fyrir ykkur. Hafðu samband í dag og við getum spjallað saman án nokkurra skuldbindinga um kynningarátak.