Saga Ophelix

Saga Ophelix

Ophelix var fyrst komið á laggirnar árið 2021 en við búum engu að síður að mjög öflugri reynslu og sögu. Við erum nefnilega þeirrar trúar að bæði fólk og viðburðastofur hafi gott að því að taka umbreytingum öðru hverju.

Saga fyrirtækisins hófst árið 2009 þegar við hófumst handa undir heitinu Fotspor Event. Allt frá upphafi hefur það verið okkar helsta ástríða að móta upplifanir og andartök sem greipt eru í minnið. Við gerðum okkur engu að síður grein fyrir því að fyrr eða síðar tækjum við næsta skref.

Við vitum nefnilega að leiðin til vaxtar og framvindu er sú að deila sögum og fjölbreyttri reynslu, nákvæmlega eins og góður viðburður gerir. Árið 2018 gengum við því til liðs við ferðaskrifstofu og breyttum nafninu í Get Together.

Sum okkar höfðu þá tíu ára reynslu í því að móta námsstefnur og viðburði að þörfum fyrirtækja en önnur í að skipuleggja starfsmannaferðir til bæði nálægra og fjarlægra áfangastaða. Og það reyndist rétt: Við gátum lært margt af því að taka höndum saman.

Þegar svo mikil sérþekking var komin saman á einum stað varð skyndilega miklu auðveldara að snurfusa ferðaáætlanir, fundi og viðburði út í ystu æsar. Það gaf okkur tækifæri til að skila því hárnákvæmt sem viðskiptavinirnir fóru fram á.

Eftir þriggja ára starfsemi ákváðum við svo að nú væri kominn tími til þess að standa á ný á eigin fótum sem fyrirtæki. Að þessi sinni var valið nafnið Ophelix en það er sett saman úr nöfnum tveggja barna forstjórans en þau heita Felix og Ophelia.

Þótt við séum enn ekki búin að slíta barnsskónum sem Ophelix höldum við því samt fram að við séum þroskuð eftir aldri. Við höfum aflað okkur það mikillar reynslu hingað til að við búum yfir enn meiri færni en nokkru sinni áður til að skipuleggja viðburði og ferðir fyrir viðskiptavini okkar.

Okkur hafa jafnvel hlotnast verðlaun sem skrifstofa sem býður allt frá litlum til stórra hópferða og sýndarviðburða, ráðstefnur og vinnustaðaferðir fyrir mörg hundruð manna vinnustaði. Við ráðum auk þess yfir sérfræðingum sem aðstoða viðskiptavini okkar við allt frá bókunum á flugferðum, fundarsölum og skemmtikröftum til hugmyndasmiðju, efnisþróunar, ráðgjafar, framkvæmdar og tækniþátta.

Markmið okkar er og verður að móta varanlegar minningar fyrir alla þátttakendur, sama hvort við vinnum að því að setja verkefni á fulla ferð, bæta við faglegri þekkingu eða halda eftirminnilega skemmtun innan fyrirtækisins. Við erum nefnilega sannfærð um að fleiri en við getum eflst og styrkst af því að miðla sameiginlegum upplifunum og þekkingu.

Tidslinje

  • 2009: Fotspor Event
  • 2018: Get Together Norway
  • 2021: Ophelix Scandinavia