VIÐBURÐUR

Viðburður

Stendur til að halda sérlega athyglisverðan viðburð? Við hjá Ophelix getum veitt alla aðstoð við að setja saman dagskrá sem hittir í mark og vekur áhuga, hvort um er að ræða kynningu á nýrri framleiðslu, hvataferð eða ástæðu til þess að fagna.

Verkefnastjórar okkar eru þaulvanir að skipuleggja viðburði, fyrirtækjaferðir, fundi, vörukynningar, sýndaratburði og kynningarviðburði fyrir viðskiptavini í samræmi við þau markmið og þær óskir sem lagðar eru til grundvallar verkefninu. Við erum sérfræðingar í því að hrinda skapandi hugmyndum í framkvæmd og viljum ekkert frekar en að móta viðburði sem fara fram úr öllum væntingum.

Allir viðburðir eru skipulagðir í samræmi við þín markmið

Við stefnum alltaf að því að ná þeim markmiðum sem þið hafið sett ykkur á grundvelli fjárhagsáætlunar, óska og þarfa, hvort um er að ræða stóran viðburð eða lítinn stjórnendafund. Jafnframt gefum við okkur tíma til þess að horfa á viðburðinn frá sjónarhóli þátttakenda. Þannig tryggjum við að öllu efni sé miðlað á skilvirkan og áhugaverðan hátt svo viðburðurinn skili sem allra bestum árangri, bæði fyrir þig og gesti þína.

Þú getur með öðrum orðum treyst því að skipuleggi Ophelix atburðinn fyrir þig verði til heildstæð hugmynd sem styður við þróunarferli fyrirtækisins, vörumerkið og samkennd teymisins.

Sköpunargleði, ástríða og öflugt samráð

Við erum sannfærð um að lykilinn að vel heppnuðum viðburðum sé öflugt samráð og vandaður undirbúningur ásamt ástríðu fyrir því að móta einstæða upplifun en allt þetta einkennir störf okkar hjá Ophelix!

Verkefnastjórar okkar búa að rúmlega þriggja áratuga reynslu við að skipuleggja viðburði, ferðir og ógleymanlegar stundir fyrir fyrirtæki sem vilja aðeins meira en það venjulega. Þannig höfum við aflað okkur ómetanlegrar þekkingar og tengsla við umfangsmikið samstarfsnet birgja, listamanna, fyrirlesara og einstakra staða sem nýtast okkur til þess að móta hagkvæma, hvetjandi og þaulhugsaða viðburði einmitt fyrir þig.

Við aðstoðum þig með ævintýrin hvar sem er

Ophelix er með skrifstofur víða á Norðurlöndunum og getur því unnið náið með þér og fyrirtækinu þínu þar sem þið eruð staðsett. Það þýðir líka að við erum staðkunnug víða, nokkuð sem kemur sér vel þegar finna þarf húsnæði og móta hinn fullkomna viðburð, sama hvort það er í miðborginni eða á fallegum stað fjarri alfaraleið.

Það er alveg sama hvert tilefnið er og hvernig viðskiptavinir þið eruð, við aðstoðum við að samræma og skipuleggja allt sem til þarf fyrir viðburð sem verður bæði þér og gestum þínum ógleymanlegur. Hafðu samband í dag og ræddu við okkur án nokkurra skuldbindinga um þá fjölbreyttu viðburði sem við getum aðstoðað þig við að halda.