Sköpunargleði, ástríða og öflugt samráð
Við erum sannfærð um að lykilinn að vel heppnuðum viðburðum sé öflugt samráð og vandaður undirbúningur ásamt ástríðu fyrir því að móta einstæða upplifun en allt þetta einkennir störf okkar hjá Ophelix!
Verkefnastjórar okkar búa að rúmlega þriggja áratuga reynslu við að skipuleggja viðburði, ferðir og ógleymanlegar stundir fyrir fyrirtæki sem vilja aðeins meira en það venjulega. Þannig höfum við aflað okkur ómetanlegrar þekkingar og tengsla við umfangsmikið samstarfsnet birgja, listamanna, fyrirlesara og einstakra staða sem nýtast okkur til þess að móta hagkvæma, hvetjandi og þaulhugsaða viðburði einmitt fyrir þig.
Við aðstoðum þig með ævintýrin hvar sem er
Ophelix er með skrifstofur víða á Norðurlöndunum og getur því unnið náið með þér og fyrirtækinu þínu þar sem þið eruð staðsett. Það þýðir líka að við erum staðkunnug víða, nokkuð sem kemur sér vel þegar finna þarf húsnæði og móta hinn fullkomna viðburð, sama hvort það er í miðborginni eða á fallegum stað fjarri alfaraleið.
Það er alveg sama hvert tilefnið er og hvernig viðskiptavinir þið eruð, við aðstoðum við að samræma og skipuleggja allt sem til þarf fyrir viðburð sem verður bæði þér og gestum þínum ógleymanlegur. Hafðu samband í dag og ræddu við okkur án nokkurra skuldbindinga um þá fjölbreyttu viðburði sem við getum aðstoðað þig við að halda.