Velkomin til Kaupmannahafnar!
Borg konungs er Mekka Norðurlanda, hvort sem leitað er að ráðstefnumiðstöð af nýjustu tísku, sögufrægum hótelum, new nordic cuisine eða bestu smurbrauðsstöðum heims með heitri lifrarkæfu. Þessi fullkomna blanda hefða, hygge og alls þess nýjasta í evrópskri stefnu gerir að ekki kemur á óvart að Kaupmannahöfn er uppáhaldsáfangastaður fjölmargra.
Höfuðborg Danmerkur er auk þess mjög vel í sveit sett hvað samgöngur varðar og afbragðsgóður áfangastaður fyrir starfsmannaferðir, fundi og viðburði. Það er sama hvað stendur til að skipuleggja, sérfræðingarnir á skrifstofu okkar í Kaupmannahöfn aðstoða þig við að sérsníða dagskrá sem uppfyllir örugglega allar væntingar.