Skandinavísk ferða- og viðburðaskrifstofa

Þarftu aðstoð við að skipuleggja starfsmannaferð, námskeið, sumarhátíð eða kannski sýndarviðburð? Við tryggjum þér nákvæmlega réttu dagskrána og sjáum til þess að allt gangi snurðulaust, sama hvaðan þú kemur og hvert þú ætlar að ferðast. Þá skulum við hefjast handa með undirbúninginn!

We make it happen

Ophelix er norræn ferða- og viðburðaskrifstofa sem býður allt frá litlum hópferðum og sýndarviðburðum til vikulangs ráðstefnuhalds og starfsmannaferða. Fyrirtækið var sett á stofn árið 2009 og verkefnastjórar okkar búa að rúmlega 30 ára reynslu af því að sérsníða alls konar ferðir og viðburði að þörfum hvers og eins. Það er sama hvort um er að ræða áform um skemmtilega starfsmannaferð eða alvarlega ráðstefnu, það má treysta því að við sjáum um málin!

VIÐBURÐUR

Stendur til að halda sérlega athyglisverðan viðburð? Við hjá Ophelix getum veitt alla aðstoð við að setja saman dagskrá sem hittir í mark og vekur áhuga, hvort um er að ræða kynningu á nýrri framleiðslu, hvataferð eða ástæðu til þess að fagna. Við höfum mikla reynslu af því að sérsníða viðburði fyrir viðskiptavini, starfsmannaferðir og kynningar og allt er skipulagt með þínar þarfir í huga.

FUNDUR

Listin að skipuleggja skilvirka og hvetjandi fundi krefst bæði tíma og kunnáttu. Það er sama hvort um er að ræða fámenna samkomu eða stóra hópferð, við aðstoðum ykkur með mikilli ánægju við að móta dagskrá sem vekur athygli og tryggir að umfjöllunarefnið gleymist ekki. Ef þið þurfið aðstoð við að bóka húsnæði eða fyrirlesara sjáum við auðvitað um það líka!

HÓPFERÐIR

Varla er hægt að finna betri fjárfestingu en vel heppnaða hópferð sem færir þátttakendum hvatningu, innblástur og nýja orku. Því betur sem ferðin er undirbúin, þeim mun betri verður árangurinn. Oft hafa smáatriði mikil áhrif á það hvernig skipulagið gengur og viðfangsefnin skila sér. Við sjáum um að skipuleggja allt frá A til Ö og sé þess óskað komum við með í ferðina og sjáum til þess að allt gangi eins og best verður á kosið.